Sjáðu myndirnar frá hátíðum helgarinnar

Dilja Pétursdóttir steig á svið.
Dilja Pétursdóttir steig á svið. mbl.is/Þorgeir

Margir kvöddu sumarið með því að sletta úr klaufunum þessa verslunarmannahelgi. Glatt var á hjalla víða um land og milt veður lék almennt um landann, þó stöku skúrir hafi gert vart við sig. 

Ein með öllu

Á Akureyri fór fram hátíðin Ein með öllu og var mæting með eindæmum góð. Stemningin á Sparitónleikunum var eftir því. 

Frá Akureyri í gærkvöldi.
Frá Akureyri í gærkvöldi. mbl.is/Þorgeir
Fjölskyldur undu sér vel í brekkunni.
Fjölskyldur undu sér vel í brekkunni. mbl.is/Þorgeir


Selfoss

Selfyssingum leið ekki síður vel á bæjarhátíð sinni. Líkt og sjá má á myndunum iðaði bærinn af lífi. 

Aðeins fór að kólna með kvöldinu og þá koma flísteppi …
Aðeins fór að kólna með kvöldinu og þá koma flísteppi sér vel. mbl.is/Óttar
Miðbærinn var sneisafulllur.
Miðbærinn var sneisafulllur. mbl.is/Óttar

Þjóðhátíð

Loks var múgur og margmenni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar hefur jafnvel tekið svo djarft til orða að um hafi verið að ræða einn fjölmennasta brekkusöng í manna minnum. 

Eldar voru kveiktir venju samkvæmt.
Eldar voru kveiktir venju samkvæmt. mbl.is/Magnús Geir
Birnir skemmti gestum á stærðarinnar sviði.
Birnir skemmti gestum á stærðarinnar sviði. mbl.is/Magnús Geir
Hér sést ágætlega hve gífurlegur fjöldi var saman kominn í …
Hér sést ágætlega hve gífurlegur fjöldi var saman kominn í dalnum. mbl.is/Magnús Geir

Unglingalandsmót UMFÍ

Á Sauðárkróki skemmtu ungmenni og fjölskyldur þeirra sér konunglega.

Skaftafellssýsla sigraði mótið.
Skaftafellssýsla sigraði mótið. Ljósmynd/UMFÍ
Glæsilegt stökk!
Glæsilegt stökk! Ljósmynd/UMFÍ
Mikil gleði.
Mikil gleði. Ljósmynd/UMFÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert