Svipti byssumanninn ekki skotleyfi

Matti Saari á myndskeiðinu sem hann setti á YouTube.
Matti Saari á myndskeiðinu sem hann setti á YouTube. Reuters

Finnskur lögreglumaður, sem yfirheyrði Matti Saari daginn áður en hann hóf skotárás í skóla með þeim afleiðingum að níu nemendur og einn kennari létu lífið, verður kærður fyrir vanrækslu í starfi en hann leyfði Saari að halda byssunni sinni, sem notuð var við morðin.

Lögreglumaðurinn yfirheyrði Saari 22. september eftir að Saari setti inn myndbönd á YouTube sem sýndu hann skjóta af byssu sinni á skotæfingasvæði. Lögreglumaðurinn ákvað að afturkalla ekki tímabundið byssuleyfi Saari, sem hann fékk aðeins mánuði áður.

Daginn eftir gekk Saari inn í kennslustofu í skólanum sínum í bænum Kauhajoki og skaut til bana nemendur og kennara áður en hann framdi sjálfsmorð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert