Nýtt bóluefni gegn alnæmi

Alnæmisfaraldurinn í Afríku reynir mikið á heilbrigðiskerfið í ríkjum álfunnar, …
Alnæmisfaraldurinn í Afríku reynir mikið á heilbrigðiskerfið í ríkjum álfunnar, sem víðast hvar er vanþróað. MIKE HUTCHINGS

Nýjar tilraunir með bóluefni gegn alnæmi hefur gefið góða raun. Tilraunirnar voru gerðar í Taílandi og benda til þess að hægt sé að draga úr líkum þess að smitast um 31%. Alls tóku rúmlega 16 þúsund sjálfboðaliðar þátt í rannsókninni sem gerð var á vegum bandaríska hersins og heilbrigðisráðuneyti Taílands.

„Þessi niðurstaða felur í sér mjög mikilvæga vísindalega framför og gefur okkur vonir til þess að hugsanlega sé í framtíðinni hægt að bólusetja gegn alnæmi,“segir Jerome Kim, ofursti hjá bandaríska hernum sem vann að rannsókninni. Tekur hann fram að þó árangurinn af bólusetningunni sé ekki hundrað prósent enn sem komið er, þá sé þetta mikilvæg framför sem byggja mega á í framtíðinni.

Bóluefnið sem notað var í rannsókninni er samsett úr tveimur eldri bóluefnum sem höfðu ekki virkað sem skyldi ein og sér. Bóluefnið var upphaflega prófað á sjálfboðaliðum sem voru í mikilli hættu á að fá alnæmi í tveimur héröðum nálægt Bangkok í október 2003. 

Að þessu sinni voru bóluefnin notuð saman. Bólusetningin virkar þannig að fyrra bóluefnið virkjar ónæmiskerfi líkamans til þess að ráðast gegn alnæmisveirunni á meðan seinna bóluefnið eflir viðbrögð ónæmiskerfisins. 

Rannsakendur taka fram að enn sé nokkuð langt í land þó vissulega gefi niðurstöður þessara tilrauna góðar vonir. Hins vegar eigi eftir að koma í ljós hvort bóluefnið muni reynast jafnvel í Afríku, Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum, eins og það gerði í Taílandi. 

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum smitast á hverjum degi 7.500 manns af alnæmi og árið 2007 létust tvær milljónir manna af sjúkdómnum. 

87% Íslendinga sem smitast af alnæmi smitast í gegnum óvarin …
87% Íslendinga sem smitast af alnæmi smitast í gegnum óvarin kynmök. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert