Raðmorðingi í sviðsljósið á ný eftir 18 ár

Lögregla í Kansas í Bandaríkjunum hefur farið fram á aðstoð almennings við að hafa uppi á raðmorðingja sem talinn er hafa myrt a.m.k. átta manns á árunum 1974 til 1986. Morðinginn, sem er þekktur undir nafninu BTK, tók upp á því fyrr á þessu ári að senda fjölmiðlum bréf og myndir af síðasta þekkta fórnarlambi sínu en þá hafði ekkert til hans spurst í 18 ár. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Í bréfunum kemur m.a. fram að hann sé fæddur árið 1939 og að hann hafi misst föður sinn í síðari heimsstyrjöldinni. Þá segist hann hafa alist upp hjá móður sinni, afa og ömmu uns móðir hans giftist járnbrautarstarfsmanni er hann var ellefu ára. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur morðinginn einnig upplýst að afi hans hafi spilað á fiðlu og að hann eigi frænku sem heiti Susan og búi í Missouri og að hann hafi þekki systurnar Petru og Tinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert