Um 700 yfirgefa heimili sín

Gos hefur ekki brotið sér leið enn upp á yfirboðið …
Gos hefur ekki brotið sér leið enn upp á yfirboðið eins og sést á þessari mynd úr vefmyndavél Mílu.

Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín í nágrenni Eyjafjallajökuls vegna goss sem talið er að sé hafið í jöklinum. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, segir að rýming gangi vel, en rýming nær eingöngu til sveitanna.

Ákveðið var að rýma öll skilgreind hættusvæði nú þegar.  Íbúar í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum eru beðnir að fara í fjöldahjálparstöð og skrá sig þar.   Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Grunnskólanum á Hvolsvelli til viðbótar við fjöldahjálparstöðvar á Heimalandi,  Varmahlíð og Drangshlíð.  Þjóðvegur 1 er núna lokaður við Skeiðavegamót og alveg austur að Skógum. 

„Ef gosið er syðst í jöklinum gæti liðið 20-30 mínútur frá því gos hefst þangað til merki um flóð sjást í byggð. Þetta gæti hins vegar verið annars staðar í jöklinum eða utan jökla,“ segir Víðir.

Víðir segir að jarðfræðingar telji að gos sé hafið, en ekki hafi sést neinn mökkur ennþá. „Allt bendir til að þetta sé lítill atburður enn sem komi er,“ segir Víðir.

Ekki er gott skyggni til jökulsins, en stefnt er því að fljúga yfir jökulinn strax og birtir.

Skýr merki um óróa undir Eyjafjallajökli komu fram á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands um miðnættið. Skjálftarnir eru mjög margir og þeir sterkustu um 2,5 að stærð.

Þekkir þú til? Fannstu skjálfta? Býrðu á svæðinu? Þá viljum við heyra í þér! netfrett@mbl.is 

Mikil jarðskjálftavirkni hófst í Eyjafjallajökli í nótt.
Mikil jarðskjálftavirkni hófst í Eyjafjallajökli í nótt.
Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað …
Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað um gosið 1821 til 1823. rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert