Vaxtakostnaður lækkar um 10%

Skrifað undir samkomulagið í Þjóðmenningarhúsinu.
Skrifað undir samkomulagið í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

Sérstök niðurgreiðsla vaxta af fasteignalánum á að gilda í tvö ár og munu um 60 þúsund heimili njóta hennar, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Um er að ræða almenna niðurgreiðslu, óháða tekjum en hún fellur niður þegar hrein eign skuldara er umfram tiltekin há mörk.

Jóhanna sagði, þegar hún kynnti samkomulag um aðgerðir vegna skuldavanda, að reikna mætti með að greiðslubyrði heimila muni lækka vegna þessa um allt að 200-300 þúsund krónur á ári.

Kostnaðurinn við þetta nýja úrræði verður allt að 6 milljarðar króna á ári  hvort árið 2011 og 2012.  Alls næmu vaxtagreiðslur af íbúðalánum um 60 milljörðum króna á ári og því væri um að ræða 10% af þeirri fjárhæð. 

Jóhanna sagði stefnt að því, að þessi niðurgreiðsla kæmi til útborgunar ársfjórðungslega en ekki væri búið að útfæra kerfið endanlega.  Fram kom að ríkisstjórnin ætlar að leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni útgjöldin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert