Gerpla Evrópumeistari í hópfimleikum

Gerpla hefur á að skipa besta liði Evrópu í hópfimleikum.
Gerpla hefur á að skipa besta liði Evrópu í hópfimleikum. Fsí

Kvennalið Gerplu varð í dag Evrópumeistari í hópfimleikum með frábærri frammistöðu á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Malmö í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið hampar þessum titli.

Gerpla hefur tvívegis áður komist á verðlaunapall á þessu móti, árin 2006 og 2008. Árið 2006 vann liðið til bronsverðlauna en það náði í silfurverðlaun 2008.

Sigurinn í dag var afar sannfærandi. Fulltrúar Svíþjóðar veittu Gerplu hvað mesta keppni en íslensku stelpurnar náðu bestum árangri allra liða í öllum þremur greinum hópfimleikanna, þ.e. gólfæfingum (dansi), dýnustökki og trampolínstökki, og eru því sannarlega vel að sigrinum komnar.

Lokastaðan:

       Lið          Gólf        Dýna       Trampolín    Samtals
1.    Ísland     16,283    17,450    16,500        50,233
2.    Svíþjóð    14,883    17,100    15,450        47,433
3.    Noregur   14,316    16,550    15,550        46,416
4.    Danmörk 14,966    15,700    15,350        46,016
5.    Finnland  14,283    14,750    13,400        42,433
6.    Bretland  12,183    15,900    14,100        42,183

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert