Yndislegt að snúa aftur í Vesturbæinn

Willum Þór Þórsson fylgist með baráttu Kennie Chophart við leikmann …
Willum Þór Þórsson fylgist með baráttu Kennie Chophart við leikmann Glenovan. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Það er yndisleg tilfinning að koma aftur á KR-völlinn sem þjálfari og það var mjög mikilvægt að ná að knýja fram sigur í þessum leik. Ég er afar þakkátur fyrir þann stuðning sem við fengum og stuðningurinn gaf okkur þann kraft sem þurfti til að bera sigur úr býtum,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, í samtali við mbl.is eftir 2:1 sigur liðsins gegn Glenovan í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu í kvöld. 

„Við vorum svolítið stressaðir í upphafi leiks og þeir sóttu á okkur af miklum krafti. Mér fannst ég skynja hræðslu í leikmönnum mínum, en okkur óx ásmegin með hverri mínútunni sem leið og fyrra markið okkar kom eftir mjög laglegt spil. Þegar við létum boltann ganga hratt á milli mann þá voru fullt af möguleikum til þess að opna vörn þeirra upp á gátt og við munum hafa það í huga í seinni leiknum,“ sagði Willum Þór enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert