„Vonin lifir hjá okkur“

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst þessi sigur okkar verðskuldaður. Mér fannst við spila þéttan og agaðan leik. Við héldum boltanum vel og það má kannski segja að við höfum lagt grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Þá lentu Skagamennirnir í því að hlaupa og elta okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR-inga við mbl.is eftir sigur sinna manna gegn ÍA á Akranesi í kvöld.

„Ég var ánægður með að við gáfum ekkert eftir í seinni hálfleik og uppskárum mark sem kom eftir fína sókn og góðan undirbúning. Eftir markið snerist þetta um að ráða við löngu boltana, halda einbeitingu og stöðu og það gerðum við,“ sagði Willum en með sigrinum fóru KR-ingar upp um tvö sæti og eru í fimmta sæti deildarinnar.

„Vonin lifir hjá okkur varðandi að ná Evrópusæti og við ætlum að klára mótið eins vel og við getum,“ sagði Willum Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert