Leiknir úr Reykjavík skaust upp töfluna

Alfi Lacalle og Tómas Óli Garðarson eigast við í Breiðholtinu …
Alfi Lacalle og Tómas Óli Garðarson eigast við í Breiðholtinu í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Breiðhyltingar virðast ætla að hrifsa af sér slenið og lögðu Selfoss 2:0 þegar 6. umferð 1. deildar karla – Inkasso-deildar – fór fram í blíðaskaparveðri í Breiðholti í kvöld.  Fyrir vikið vippuðu Breiðhyltingar sér úr tíunda sætið í það sjötta.

Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað, sæmileg barátta úti á velli en vantaði græðgi þegar menn nálguðust markið, Leiknismenn þó aðeins sókndjarfari með nokkur ágæt skot en framherjar Selfyssingar reyndi oft að prjóna sig í gegnum vörn Leiknismanna.

Loks gekk sókn Leiknis upp eftir klukkustundarleik þegar Tómas Óli Garðarsson skoraði með því að skjóta í stöng og inn eftir þunga sókn, sem sló vörn Selfoss útaf laginu.   Markið vakti Selfoss af værum svefni og gestirnir hófu að sækja meira.   Á 77. mínútu bætti Ingvar Á. Ingvarsson við marki fyrir heimamenn þegar hann afgreiddi laglega sendingu Arons Daníelssonar.

Leiknir R. 2:0 Selfoss opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert