Gerir grín að gagnrýni Geirs á íþróttamanni ársins

Bragi Valdimar Skúlason.
Bragi Valdimar Skúlason. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hefur vakið mikla athygli fyrir ummæli sín um niðurstöðuna á kjöri íþróttamanns ársins sem fram fór í gærkvöld þar sem kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kjörin.

Geir skrifaði eftirfarandi texta á Twitter-síðu sína:

„Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017!!“

Ummælin vöktu gríðarlega athygli og voru gagnrýnd mjög. Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og textasmiður svo eitthvað sé nefnt, gerir grín að gagnrýni Geirs á sinni Twitter-síðu:

„Þetta gengur ekki lengur - þurfum að læra að beygja orðið hundrað - það er hundruð ekki hundruði í þolfalli fleirtölu - og það að nota strik í stað punkta er bara mjög furðulegt IMO 2017 !!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert