„Synd að Moyes hafi verið rekinn“

David Moyes og Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City.
David Moyes og Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City. AFP

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City segir það vera synd að David Moyes hafi verið rekinn svona snemma á ferli sínum sem stjóri Manchester United.

„Ég tel hann vera mjög góðan knattspyrnustjóra. Þess vegna réð Manchester United hann til að halda áfram því starfi sem Sir Alex Ferguson hefur gert í svona mörg ár. Ég veit hins vegar ekki ástæðuna fyrir því að hann fékk reisupassann.

Það er alltaf slæmt fyrir félög að reka stjóra sem er samningsbundinn og er að byrja á verki sínu, mjög erfiðu verki eftir Sir Alex Ferguson og með sex ára samning,“ sagði Pellegrini við fréttamenn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert