Kallar Guardiola lygara

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Oli Scarff

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Joao Cancelo fór ekki fögrum orðum um knattspyrnustjóra Manchester City, Pep Guardiola. 

Sakaði Cancelo Pep Guardiola um lygar og sagði félagið vera vanþakklát í hans garð. 

Cancelo var sendur á lán til Bayern München í janúar í fyrra eftir að hafa lent í deilum við Guardiola. 

Guardiola sagði síðar Cancelo hafa brugðist illa við að vera ekki valinn í lið Manchester City og að Nathan Aké og Rico Lewis væru ofar í goggunarröðinni.

Joao Cancelo fagnar marki með Barcelona.
Joao Cancelo fagnar marki með Barcelona. AFP/Josep Lago

Fór hann síðar til Barcelona í sumar en Portúgalinn er enn á samningi hjá Manchester City. 

Manchester City vann síðan þrennuna án Portúgalans en þrátt fyrir það segir Cancelo ekki sjá eftir ákvörðun sinni. 

„Ég hef aldrei verið lélegur liðsmaður, það er lygi. Þið getið spurt Nathan Aké og Rico Lewis út í það. Manchester City var vanþakklátt mer, því er stjórnarmenn félagsins sögðu mér þetta var ég mikilvægur leikmaður,“ sagði Cancelo meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert