Fellibylur ógnar keppni í Suzuka

Dekkjamenn Toro Rosso gagna frá regndekkjum til notkunar yfir helgina …
Dekkjamenn Toro Rosso gagna frá regndekkjum til notkunar yfir helgina í Suzuka. mbl.is/afp

Válynd veðurkerfi leika þessa dagana í nánd við Japan og ógna meðal annars japanska kappakstrinum sem ráðgerður er í Suzuka á sunnudag.

Það er fellibylurinn Phanfone sem mönnum stendur helst stuggur af en hann hefur verið að sækja í sig veðrið og kraft úti á Kyrrahafi. Í dag er hann nokkur fjarlægur en olli samt rigningu í Suzuka í dag.

Og ljóst er að veðrið verði umtalsvert verra nálgist hann Japan og Suzuka að ráði næstu daga. Veðurfræðingar álíta á þessu stigi að Phanfone muni ganga inn yfir Japan um helgina en braut hans er þó sögð torráðin.

Það er ekki bara að mikil úrkoma myndi fylgja fellibylnum heldur og afskaplega hraður vindur. Árið 2004 varð að fresta öllum akstri á föstudeginum og laugardeginum vegna fellibylsins Ma-on. Árið 2010 fór tímatakan fram að morgni sunnudags vegna illviðris á laugardeginum.

Dekkjalager Mercedesliðsins undirbúinn í Suzuka. Reikna má með að regndekk …
Dekkjalager Mercedesliðsins undirbúinn í Suzuka. Reikna má með að regndekk verði notuð þar meira en alla jafna. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert