Fer líklega í vetur

Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson. Ljósmynd/heimasíða Sarpsborg.

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson, miðjumaður norska úrvalsdeildarfélagsins Sarpsborg og íslenska U21-landsliðsins, gæti verið á leið til Nordsjælland, sem Ólafur Kristjánsson stýrir, í dönsku úrvalsdeildinni þegar opnað verður aftur fyrir félagaskipti í vetur.

Frá þessu greinir Tipsbladet í Danmörku sem segir að Guðmundur sé einnig undir smásjánni hjá fleiri félögum í Danmörku eftir mjög góða frammistöðu með Sarpsborg undanfarin misseri. Nordsjælland er sagt hafa fylgst með Guðmundi í meira en eitt ár og það kemur heim og saman við það sem Selfyssingurinn segir sjálfur:

„Ég veit voðalega lítið um þetta sjálfur annað en það að Nordsjælland var að fylgjast vel með mér í fyrra,“ sagði Guðmundur sem er kominn til Íslands vegna leiksins við Armeníu í undankeppni EM sem fram fer á Fylkisvelli á morgun.

„Ég geri ráð fyrir því að færa mig um set eftir tímabilið þó að það sé aldrei neitt ljóst fyrr en það er staðfest,“ sagði Guðmundur.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert