Djokovic segir skilið við þjálfarann

Novak Djokovic.
Novak Djokovic. AFP/Clive Brunskill

Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic, sem er efstur á heimslista karla, hefur ákveðið að slíta samstarfi við þjálfara sinn, Goran Ivanisevic.

Ivanisevic varð þjálfari Djokovic fyrir rúmum tveimur árum. Höfðu þeir unnið saman frá árinu 2018 þegar Marián Vajda var þjálfari Serbans og Ivanisevic var honum til aðstoðar.

Goran Ivanisevic.
Goran Ivanisevic. AFP/Matthew Stockman

Djokovic hefur farið illa af stað á þessu ári þar sem hann féll til að mynda úr leik í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í janúar og var sleginn út í 3. umferð Indian Wells-mótsins fyrr í mánuðinum.

„Við Goran ákváðum að slíta samstarfi okkar fyrir nokkrum dögum. Samband okkar á keppnisvellinum var með sínum hæðum og lægðum en vinátta okkar stóð ávallt traustum fótum,“ skrifaði Djokovic á Instragramaðgangi sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert