Bjarki byrjar með látum

Bjarki Pétursson GB.
Bjarki Pétursson GB. mbl.is/Árni Sæberg

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson byrjar með látum á þriðja keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi á Akureyri. Er hann nú efstur ásamt Rúnari Arnórssyni úr Keili. 

Bjarki fékk örn á 2. holu og fugl á 3. holu og er þremur höggum undir pari eftir fyrstu fjórar. Rúnar er búinn að fá einn fugl og báðir eru þeir fjórum höggum undir pari samtals. Axel Bóasson úr Keili fékk skolla og er þá samtals þremur höggum undir parinu en hann var einn í forystu fyrir daginn. 

Andri Már Óskarsson frá Hellu og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG eru einnig einu höggi á eftir efstu mönnum. Andri sem spilaði á 67 höggum í gær er búinn að fá tvo fugla og einn skolla á fyrstu holunum. 

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni fékk fugl á fyrstuna holuna og er nú aðeins höggi á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur að loknum tveimur holum í dag en Ólafía er fjórum höggum undir pari samtals. 

Staðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert