Ólafur Ægir til Vals

Ólafur Ægir Ólafsson t.h. ásamt Óskar Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals.
Ólafur Ægir Ólafsson t.h. ásamt Óskar Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals. Ljósmynd/Valur

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Ægir Ólafsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Val og yfirgefa þar með Fram sem hann hefur leikið með síðustu ár. Einnig var Ólafur Ægir um skeið með Gróttu þegar hann var yngri. Ólafur Ægir er örvhent skytta sem hefur átt sæti í unglingalandsliðum Íslands síðustu árin.

Ólafi Ægir, sem er á 22. ári, er ætlað að fylla hluta af því skarði sem Geir Guðmundsson og Ómar Ingi Magnússon skilja eftir sig. Báðir hafa þeir samið við félagslið utan landsteinanna. Geir fer til Cesson-Rennes í Frakklandi og Ómar Ingi til Århus í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert