Reynir Þór hættur hjá Fram

Reynir Þór Reynisson
Reynir Þór Reynisson Ljósmynd/fram.is

Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari karlaliðs Fram sem leikur í Olís-deildinni í handknattleik. Reynir Þór var ráðinn þjálfari liðsins fyrir rúmum mánuði.

Frá þessu var fyrst greint á heimasíðu RUV.

Reynir Þór þjálfaði Fram leiktímabilið 2010-2011 en hann er einnig fyrrverandi leikmaður Safamýrarliðsins. 

Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið félagið undanfarnar vikur en ekki er vitað á þessari stundu hvort  það hafi haft úrslitaáhrif í ákvörðun Reynis að hætta, rúmlega mánuði eftir að hann tók við starfinu.

Ekki náðist í Reyni Þór Reynisson í dag en á heimasíðu Fram birtist eftirfarandi fréttatilkynning.

Handknattleiksdeild FRAM og Reynir Þór Reynisson hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að Reynir hætti sem þjálfari meistaraflokks FRAM.  
Þessi niðurstaða er tekin í sátt við báða aðila en Reynir óskaði eftir því að stíga til hliðar.
Handknattleiksdeild FRAM er núna kominn á fullt að leita að eftirmanni Reynis og vonast til að loka því máli á næstu dögum.

Handknattleiksdeild FRAM þakkar Reyni fyrir samtarfið og óskar honum alls hins besta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert