Handboltaparið fer aftur suður

Ólafur Gústafsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir.
Ólafur Gústafsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Ljósmynd/KA

Handboltaparið Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður KA/Þórs, og Ólafur Gústafsson, leikmaður KA, flytja suður á höfuðborgarsvæðið í sumar eftir að hafa leikið á Akureyri undanfarin fjögur ár.

Handbolti.is greinir frá en ekki liggur fyrir ennþá fyrir hvaða félög þau munu semja við eða hvort þau geri það.

Rut hefur ekkert spilað með KA/Þór á yfirstandandi tímabili vegna barneignaleyfis á meðan Ólafur er einn af burðarásum KA.

Rut verður 34 ára í sumar og Ólafur verður 35 ára á morgun. Bæði léku þau sem atvinnumenn um langt skeið, Rut um tólf ára skeið í Danmörku og Ólafur í sjö ár, fimm í Danmörku og tvö í Þýskalandi.

Rut er alin upp hjá HK en Ólafur hjá FH, auk þess sem hann lék eitt tímabil með Stjörnunni hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert