Afturelding örugg með heimavallarrétt

Mosfellingar eru öryggir með eitt af þremur efstu sætunum.
Mosfellingar eru öryggir með eitt af þremur efstu sætunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding vann sannfærandi 34:24-heimasigur á KA í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum er ljóst að Afturelding endar ekki neðar en í þriðja sæti og er örugg með heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

KA er í sjöunda sæti með 16 stig og í hörðum slag um sæti í úrslitakeppninni, þremur stigum á undan Gróttu í níunda sæti.

Mosfellingar náðu undirtökunum snemma í kvöld og var staðan í hálfleik 20:12. Var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik.

Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 8, Ihor Kopyshynskyi 7, Birkir Benediktsson 6, Jakob Aronsson 4, Bergvin Þór Gíslason 4, Ævar Smári Gunnarsson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Harri Halldórsson 1, Daníel Bæring Grétarsson 1, Leó Snær Pétursson 1.

Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 15.

Mörk KA: Einar Birgir Stefánsson 7, Einar Rafn Eiðsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Ólafur Gústafsson 2, Ott Varik 2, Magnús Dagur Jónatansson 1, Logi Gautason 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Dagur Árni Heimisson 1.

Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 13, Bruno Bernat 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert