Fer frá þýska félaginu í sumar

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, mun yfirgefa herbúðir þýska félagsins Sachsen Zwickau að yfirstandandi tímabili loknu eftir fjögurra ára dvöl.

Zwickau greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum í gær að Díana Dögg hafi ákveðið að skrifa ekki undir nýjan samning og rói því á önnur mið í sumar þegar núverandi samningur hennar rennur út.

Í tilkynningunni kemur ekki fram hvert Díana Dögg heldur næst.

Hún er 26 ára örvhent skytta sem hefur verið fyrirliði Zwickau undanfarin ár.

Díana Dögg er þá mikilvægur hlekkur íslenska landsliðsins og er á sínum stað í leikmannahópnum fyrir leiki gegn Lúxemborg og Færeyjum í byrjun næsta mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert