Heldur áfram á Hlíðarenda

Sigríður Hauksdóttir í leik með Val á síðasta tímabili.
Sigríður Hauksdóttir í leik með Val á síðasta tímabili. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleikskonan Sigríður Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við bikar- og deildarmeistara Vals. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2025.

Sigríður er 32 ára gömul og leikur í vinstra horni.

Hefur hún leikið með Val undanfarin tvö tímabil eftir að hafa verið lengi vel hjá HK þar á undan, en Sigríður ólst upp hjá Fylki.

Hún á að baki á þriðja tug A-landsleikja fyrir hönd Íslands og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum með Val á síðasta tímabili.

„Það er gott að Sigga ákvað að vera áfram með okkur. Hún er klassa leikmaður og mikill karakter. Þetta eru því góðar fréttir,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, í tilkynningu frá handknattleiksdeild félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert