„Tók skotið of snemma“

Mads Mensah Larsen lætur skotið ríða af í leiknum gegn …
Mads Mensah Larsen lætur skotið ríða af í leiknum gegn Spánverjum í gær. EPA

Mads Mensah Larsen leikstjórnandi danska landsliðsins segist hafa skotið of snemma í leiknum gegn Spánverjum í átta liða úrslitunum á HM í gærkvöld.

Larsen jafnaði metin í 24:24 þegar hálf mínútna var eftir en Joan Canellas tryggði Spánverjum sigurinn með sigurmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok.

„Ég hefði ekki átt að skjóta á þessum tímapunkti. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á en ég tók skotið of snemma. Jú ég skoraði en Spánverjar fengu góðan tíma. Við hefðum getað gert það sama og beðið með í 10 sekúndum með að skjóta,“ segir Mads Mensah Larsen sem átti góða innkomu í seinni hálfleik og skoraði tvö góð mörk fyrir Dani.

„Ég er mjög vonsvikinn. Það er engin katastrofa að tapa fyrir Spánverjum en við vildum meira á þessu móti,“ sagði Larsen sem leikur með þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert