Kobe Bryant að fjárfesta í Bologna?

Kobe Bryant ætti að vera vel stæður eftir langan feril …
Kobe Bryant ætti að vera vel stæður eftir langan feril sem einn albesti körfuknattleiksmaður sögunnar. AFP

Kobe Bryant, körfuknattleiksstjarnan í LA Lakers, er í hópi fjárfesta sem ætla sér að kaupa ítalska knattspyrnufélagið Bologna, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Fjárfestahópurinn er sagður leiddur af Bandaríkjamanninum Joe Tacopina. Bryant mun ætla að leggja fram 350.000 evrur, jafnvirði 54 milljóna króna, til kaupanna á Bologna.

Bryant var á sínum tíma nálægt því að spila fyrir körfuknattleiksliðið Virtus Bologna, þegar verkfall var í NBA-deildinni haustið 2011.

Knattspyrnuliðið Bologna er sem stendur í ítölsku B-deildinni og situr í 9. sæti eftir þrjár umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert