KR-ingar? Fáránlega góðir

Emil Barja, Brynjar Þór Björnsson og Kristinn Marinósson í leik …
Emil Barja, Brynjar Þór Björnsson og Kristinn Marinósson í leik KR og Hauka í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar mættu í Vesturbæinn í gærkvöldi til að freista þess að verða fyrsta liðið til að sigra KR í Dominosdeild karla í körfubolta í vetur. Haukarnir hafa spilað prýðilega það sem af er en í gær hittu þeir á gríðarlega öflugt KR-lið sem átti svar við öllum aðgerðum þeirra.

KR-ingar voru alltaf með yfirhöndina í leiknum og þrátt fyrir að vera oft í þeirri stöðu að geta hleypt „alvöruspennu“ í leikinn kæfðu KR-ingar allar slíkar byltingar í fæðingu og kláruðu leikinn örugglega þegar nokkrar mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 93:78 og er KR með fullt hús stiga eftir sjö umferðir og ljóst hverjum sem fylgist með að þetta KR-lið getur hæglega farið í gegnum deildina án þess að tapa leik.

Leikurinn fór vel af stað; Haukarnir náðu að halda vel í við heimamenn framan af þó svo að leikur þeirra væri töluvert óstöðugari. Það var svo í öðrum hluta að draga fór í sundur og veikleikar Haukamanna fóru að sjást betur.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert