350 þúsund flóttamenn á átta mánuðum

Flestir þeirra sem koma til Griklands eru sýrlenskir flóttamenn.
Flestir þeirra sem koma til Griklands eru sýrlenskir flóttamenn. AFP

Yfir 350 þúsund hafa hætt lífi sínu á flótta yfir Miðjarðarhaf það sem af er ári og um 2600 flóttamenn hafa drukkað.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðastofnunar innflytjendamála, International Organization for Migration.

Alls hafa 234.778 á flóttamenn komið að landi í Grikklandi og 114.276 á Ítalíu. Til Spánar hafa 2.166 komið að landi og 94 á Möltu.

Allt árið í fyrra komu 219 þúsund flóttamenn sjóleiðina yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Flestir þeirra sem koma til Grikklands eru Sýrlendingar á flótta undan stríðsátökum í heimalandinu en Erítreumenn eru fjölmennastir þeirra sem koma til Ítalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert