Frægustu hjón í heimi?

Vilhjálmur og Katrín hlæja saman á Ólympíuleikum fatlaðra í Lundúnum …
Vilhjálmur og Katrín hlæja saman á Ólympíuleikum fatlaðra í Lundúnum 2012. AFP

Í dag fagna hertogahjónin Vilhjálmur og Katrín fimm ára brúðkaupsafmæli en brúðkaup þeirra þann 29. apríl 2011 vakti heimsathygli. Það fór fram í Westminster Abbey í Lundúnum en eins og flestir vita er Vilhjálmur elsti sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Hann er annar í röðinni að krúnunni, á eftir föður sínum.

Erkibiskupinn af Canterbury, Rowan Williams gaf Vilhjálm og Katrínu saman en svaramaður Vilhjálms var Harry bróðir hans en Pippa Middleton, systir Katrínar, var brúðarmær.

Eftir athöfnina birtust nýgiftu  hjónin á svölum Buckingham hallar þar sem þúsundir biðu fyrir utan. Þá voru 1.900 gestir í brúðkaupinu.

Vilhjálmur og Katrín kynntust árið 2001 og trúlofuðu sig árið 2010. Eins og fyrr segir vakti brúðkaupið og undirbúningur þess heilmikla athygli og báru margir það saman við brúðkaup Karls og Díönu árið 1981.

Talið er að ein milljón manna hafi raðað sér upp við leiðina frá Westminster Abbey og Buckingham-hallar til þess að bera nýgiftu hjónin augum á leið þeirra til hallarinnar. Þá er talið að tveir milljarðar manna hafi horft á athöfnina á netinu eða í sjónvarpi í beinni útsendingu, þar af 72 milljónir á Youtube.

Vilhjálmur og Katrín í brúðkaupinu
Vilhjálmur og Katrín í brúðkaupinu AFP
Vilhjálmur og Katrín á brúðkaupsdaginn
Vilhjálmur og Katrín á brúðkaupsdaginn AFP

Kynntust í Skotlandi

Vilhjálmur og Katrín kynntust þegar að þau voru bæði við námi í St. Andews háskólanum í Skotlandi og útskrifuðust þau þaðan árið 2005, hún með gráðu í listasögu en hann í landafræði. Samband þeirra verður opinbert ári áður.

Eftir útskriftina starfaði Katrín í Lundúnum, fyrst hjá fyrirtæki fjölskyldu sinnar, Party Pieces og svo hjá fatamerkinu Jigsaw. Á sama tíma var Vilhjálmur í herþjálfun í Sandhurst í Englandi. Samband þeirra virtist hafa verið orðið alvarlegt í desember 2006 þegar að Katrín var viðstödd útskrift Vilhjálms úr herþjálfuninni. Þá mætti hún með Vilhjálmi í brúðkaup stjúpsystur hans Laura Parker Bowles.

Fékk hringinn hennar Díönu

Það kom því mörgum á óvart þegar að Vilhjálmur og Katrín hættu saman snemma árs 2007. Stöðug ásókn fjölmiðla er talin hafa borið ábyrgð á sambandsslitunum en uppi voru sögusagnir um að Vilhjálmur hafi endað sambandið. Hann var þó ekki lengi að átta sig á mistökum sínum og í júlí sama ár voru þau aftur byrjuð saman. Var það staðfest þegar að Katrín sást á tónleikum í minningu Díönu prinsessu í júlí.

Vilhjálmur bað Katrínar í Kenýa í október 2010 og játaðist hún honum. Trúlofunin var síðan tilkynnt opinberlega í nóvember en Vilhjálmur hafði beðið Katrínar með trúlofunarhring móður sinnar Díönu.

Vilhjálmur og Katrín stuttu eftir að þau trúlofuðust árið 2010.
Vilhjálmur og Katrín stuttu eftir að þau trúlofuðust árið 2010. AFP

Nutu lífsins saman í Wales

Fyrsta verkefni hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge var að taka á móti bandarísku forsetahjónunum mánuði eftir brúðkaupið. Þau fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn sem hjón seinna sama sumar til Kanada og Kaliforníu.

Stærstan hluta ársins 2012 bjuggu  hjónin í Wales þar sem Vilhjálmur starfaði fyrir herinn sem flugmaður við leitir og björgun. Þau ættleiða hundinn Lupo og virðast njóta lífsins saman.

Þjáðist af alvarlegri morgunógleði

Í desember tilkynntu hjónin að Katrín ætti von á barni en þá var hún aðeins komin tæpa þrjá mánuði á leið. Ástæða þess að þau tilkynntu óléttuna svona snemma var sú að Katrín þjáðist af alvarlegri morgunógleði og þurfti að fara með hana á sjúkrahús í Lundúnum.

Georg prins fæddist síðan í júlí 2013 og voru augu heimsbyggðarinnar enn og aftur á hertogahjónunum. Georg er sá þriðji í röðinni að krúnunni, á eftir pabba sínum Vilhjálmi og afa sínum Karli.

Georg fór í sína fyrstu opinberu heimsókn í apríl 2014 til Ástralíu og Nýja Sjálands. Það var ávallt augljóst markmið hjónanna að halda lífi Georgs fyrir utan fjölmiðla og hefur þeim tekist það vel. Hafa þau þó verið dugleg við að senda út til fjölmiðla myndir af Georg sem í sumum tilvikum Katrín tók sjálf.

Augu heimsbyggðarinnar voru á Lundúnum í júlí 2013 þegar að …
Augu heimsbyggðarinnar voru á Lundúnum í júlí 2013 þegar að Georg prins kom í heiminn. AFP
Katrín tók þessar myndir af Georg og Karlottu stuttu eftir …
Katrín tók þessar myndir af Georg og Karlottu stuttu eftir fæðingu prinsessunnar. AFP

Báðu ljósmyndara um að hætta að herja á börnin

Í september 2014 var síðan tilkynnt að Katrín ætti aftur von á sér og þjáðist hún þá aftur af alvarlegri morgunógleði. Þar að leiðandi bárust fregnir af óléttunni fyrr en hjónin hefðu viljað.

Lítil prinsessa kom síðan í heiminn 2. maí og verður því eins árs á mánudaginn. Tveimur dögum síðar var tilkynnt að prinsessan héti Karlotta Elísa­bet Dí­ana, eða Char­lotte El­iza­beth Di­ana. Karlotta litla er fjórða í röðinni að krún­unni og er hún kölluð Karlotta prins­essa af Cambridge.

Eins og fyrr segir hafa hertogahjónin alltaf lagt áherslu á að vernda einkalíf barna þeirra frá fjölmiðlum og í ágúst 2015 kom frá þeim yf­ir­lýs­ing þar sem ljós­mynd­ar­ar voru beðnir um að hætta að herja á börn þeirra. Fjöl­miðlafull­trúi Kens­ingt­on hall­ar skrifaði opið bréf til fjöl­miðla þar sem lögð var áhersla á að Georg prins og Karlotta prins­essa væru und­ir stöðugu eft­ir­liti vegna ljós­mynd­ara sem reyna að ná mynd­um af börn­un­um í leyf­is­leysi.

Fjölskyldan kemur til kirkjunnar þar sem Karlotta var skírð í …
Fjölskyldan kemur til kirkjunnar þar sem Karlotta var skírð í ágúst á síðasta ári. AFP

Hjónin sögðust vera ósátt við fá­menn­an hóp ljós­mynd­ara sem „svíf­ast einskis til þess að þókn­ast alþjóðleg­um markaði á mynd­um af börn­un­um sem tekn­ar eru í leyf­is­leysi,“ eins og sagði í yfirlýsingunni. Að sögn hjón­anna hafa ljós­mynd­ar­ar notað stór­ar aðdrátt­ar­lins­ur til þess að ná mynd­um af her­togaynj­unni leika sér við Georg prins á einkalóðum og fylgj­ast þeir jafn­framt með barn­fóstru Georgs og starfs­fólki hall­ar­inn­ar til þess að ná mögu­lega mynd­um af börn­un­um.

Einnig kom fram að Georg prins væri helsta skot­mark markaðar­ins og ákveðið var að senda yf­ir­lýs­ing­una þar sem að at­vik­um þar sem hann er myndaður í leyf­is­leysi fari fjölg­andi og að leiðir ljós­mynd­ar­ana séu alltaf meira ógn­vekj­andi. Einu at­viki í síðustu viku var lýst sem „trufl­andi en ekki sjald­gæfu“.

Þá hafði ljós­mynd­ari leigt sér bíl og lagt hon­um fyr­ir utan leik­völl. Bíl­inn var með dökk­um rúðum og þar að auki hengdi hann upp lök inni í bif­reiðinni. Síðan sat hann í bíln­um í heil­an dag til þess eins að ná mynd­um af Georg prins. Lög­regla kom að mann­in­um þar sem hann lá í far­ang­urs­geymslu bif­reiðar­inn­ar þar sem hann reyndi að ná mynd­um með aðdrátt­ar­linsu í gegn­um lítið gat.

Þá hafa þau líka lagt áherslu á að börnin lifi eins eðlilegu lífi og hægt er og búa þau íNorfolk þar sem Georg er í leikskóla. Karlotta er þó enn heima með móður sinni. Vilhjálmur talaði um Karlottu á undan landsleik í ruðningi á milli Wales og Frakklands í febrúar þar sem hann sagði prinsessuna „mjög þægi­legt“ og „ljúft“ barn.

Katrín og Vilhjálmur fyrr í mánuðinum og Díana fyrir 24 …
Katrín og Vilhjálmur fyrr í mánuðinum og Díana fyrir 24 árum. AFP

„Mari­lyn-augna­blik“ Katrínar og sögulegur bekkur

Í apríl fóru hjónin í opinbera heimsókn til Indlands og Bútan sem vakti eins og flest sem þau gera, mikla athygli. Til að mynda vakti það nokkra umræðu þegar að indverskt dagblað birti mynd á forsíðu sinni af Katrínu her­togaynju þar sem kjóll henn­ar fýk­ur upp. At­vikið hef­ur verið kallað „Mari­lyn-augna­blik“ og þá vísað til frægr­ar mynd­ar af leik­kon­unni Mari­lyn Mon­roe í hvít­um kjól sem fauk upp. Fyr­ir­sögn­in við mynd­ina var ein­mitt: Mari­lyn-augna­blik Katrín­ar“. Dagblaðið var harðlega gagnrýnt og sökuðu lesendur blaðið um að hafa van­virt her­togaynj­una með birt­ingu mynd­ar­inn­ar. Á henni klæðist hún kjól sem svip­ar til þess sem Mon­roe klædd­ist á sín­um tíma. Mynd­in af Katrínu var tek­in er hún var að fara að leggja blóm­sveig að minn­ing­ar­reit um fallna her­menn. 

Heimsókninni lauk formlega við Taj Mahal þar sem Katrín og Vilhjálmur settust þau á sama bekk­i og Díana prinsessa, sat á á frægri mynd.

ÁFacebook síðu bresku konungsfjölskyldunnar í dag er hjónunum óskað til hamingju með brúðkaupsafmælið en ekki er sagt frá því hvernig hjónin ætli að halda upp á áfangann. Það getur vel verið að þau séu komin með nóg af fagnaðarlátum eftir að haldið var með pompi ogpragt upp á níræðisafmæli Elísabetar Englandsdrottningar í síðustu viku.

Elísabet á afmælisdaginn.
Elísabet á afmælisdaginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert