Frönsk skólabörn særðust í London

Eitt af fórnarlömbum árásarinnar fært í sjúkrabíl við Westminster-brúnna.
Eitt af fórnarlömbum árásarinnar fært í sjúkrabíl við Westminster-brúnna. AFP

Þrjú frönsk skólabörn á skólaferðalagi voru á meðal þeirra sem særðust þegar bifreið var ekið inn í mannfjölda á Westminster-brúnni, skammt frá þinghúsinu í London.  

Þetta sagði talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, Romain Nadal. Börnin koma frá menntaskóla í Concarneau í Brittaníu.

Útvarpsstöðin France Bleu greindi frá því að um tólf nemendur hafi verið á brúnni þegar árásin var gerð. Nemendurnir þrír sem særðust voru fluttir á sjúkrahús.

„Okkar hugur er hjá vinum okkar í Bretlandi sem urðu fyrir hræðilegri árás. Við styðjum einnig við bakið á þeim frönsku nemendum sem særðust, fjölskyldum þeirra og vinum,“ sagði Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert