Kosið á ný í Kenía

Stuðningsmenn Raila Od­inga, leiðtoga stjórnarandststöðunnar í Kenía, fagna ógildingu kosninganna.
Stuðningsmenn Raila Od­inga, leiðtoga stjórnarandststöðunnar í Kenía, fagna ógildingu kosninganna. AFP

Hæstiréttur í Kenía hefur ógilt niðurstöðu forsetakosninga sem fóru fram þar í landi í síðasta mánuði. Boðað hefur verið til nýrra kosninga eftir tvo mánuði. 

Frétt mbl.is: Kenyatta end­ur­kjör­inn for­seti Ken­ía

Kenía er þar með fyrsta Afríkuríkið þar sem kosningar hafa verið dæmdar ógildar. Í frétt BBC er haft eftir David Maraga, forseta hæstaréttar að framkvæmd kosninganna hefði ekki samræmst stjórnarskrá.

Samkvæmt tilkynningu frá yfirkjörstjórn vann sitjandi forseti, Uhuru Kenyatta, kosningarnar með 1,4 milljónum atkvæða. Andstæðingur Kenyatta, Raila Odinga, hélt því fram að brotist hefði verið inn í tölvukerfi kjörstjórnarinnar og átt við úrslitin og kærði því niðurstöðu kosninganna.

„Þetta er sögulegur dagur fyrir kenísku þjóðina og jafnframt fyrir alla íbúa Afríku,“ sagði Odinga eftir að dómur hæstaréttar var ljós.

Miklar óeirðir brutustu út í kjölfar kosninganna í ágúst og hafa að minnsta kosti átta manns látist í átökunum. Þegar ógilding kosninganna var ljós mátti sjá stuðningsmenn Odinga fagna fyrir utan hæstarétt Kenía. 

Raila Odinga, forsetaframbjóðandi, kærði niðurstöðu forsetakosninga í Kenía til hæstaréttar. …
Raila Odinga, forsetaframbjóðandi, kærði niðurstöðu forsetakosninga í Kenía til hæstaréttar. Kosningarnar hafa nú verið dæmdar ógildar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert