Gaf 510 milljarða til góðgerðarmála

MacKenzie Scott er ein þeirra auðugustu í heiminum.
MacKenzie Scott er ein þeirra auðugustu í heiminum. AFP

MacKenzie Scott, fyrrverandi eiginkona stofnanda Amazon, Jeff Bezos, hefur gefið yfir fjóra milljarða bandaríkjadala, sem svarar til 510 milljarða króna, til góðagerðarmála undanfarna fjóra mánuði.

Í blogg-færslu Scott kemur fram að hún vilji veita Bandaríkjamönnum sem eiga í vanda vegna kórónuveirufaraldursins aðstoð en peningarnir hafa runnið til neyðarsjóða og í mataraðstoð. Scott er í 18 sæti yfir ríkasta fólk heims en eignir hennar jukust um 23,6 milljarða dala í ár. Þær eru nú metnar á 60,7 milljarða dala. 

Scott hefur fært yfir 380 góðgerðarsamtökum peninga að gjöf en yfir 6.500 slík samtök voru til skoðunar hjá henni. Hún segir stöðuna versta hjá konum, lituðum og þeim sem bjuggu við fátækt fyrir Covid-19. Á sama tíma vænkist hagur þeirra allra ríkustu segir Scott. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert