Fólkið frá Gasa lent á Íslandi

Vélin lenti fyrir skömmu á Keflavíkurflugvelli.
Vélin lenti fyrir skömmu á Keflavíkurflugvelli. Skjáskot/Flight radar

Flugvél með flóttamenn frá Palestínu lenti á Keflavíkurflugvelli rétt í þessu.

Á áttunda tug flóttamanna eru um borð í vélinni sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis á grundvelli fjölskyldusameiningar. 

Flóttamennirnir komu til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, 4. mars frá Gasasvæðinu. 

Flugvélin tók á loft frá flugvelli í Kaíró upp úr klukkan átta í morgun að staðartíma og lenti klukkan 13.40 á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert