Sameining felld í uppsveitum Árnessýslu

Tillaga um sameiningu uppsveita Árnessýslu var samþykkt í Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en felld í Hrunamannahreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Alls voru 540 kjósendur á svæðinu öllu mótfallnir sameiningu en 410 voru henni fylgjandi.

Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var kjörsókn 69,1%. 52,3% voru fylgjandi sameiningu en 47,7% voru á móti. Í Hrunamannahreppi var kjörsókn 59,1%. 30,4% voru fylgjandi sameiningu en 69,6% voru því mótfallnir. Kjörsókn í Bláskógabyggð var 50,2%. 58,5% kjósenda var fylgjandi sameiningu en 41,5% voru því mótfallnir. Í Grímsnes- og Grafningshreppi var 49,4% kjörsókn. 16,3% kjósenda var fylgjandi sameiningunni en 83,7% voru henni mótfallnir.

Þar sem fleiri sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslunni höfnuðu tillögunni en samþykktu er niðurstaðan endanleg, þó svo tvö sveitarfélög hafi samþykkt hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert