Hvassast á Norðvesturlandi

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt næsta sólarhringinn, 13-18 metrum á sekúndu vestantil. Þurrt á norðaustanverðu landinu en annars súld eða rigning.

Snýst í suðvestanátt á morgun, 5-15 metra á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Áfram rigning á Suðvesturlandi, en skúrir vestantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert