„Ég veit ekki neitt eiginlega“

„Ég verð eiginlega að vera alveg hreinskilinn ég veit ekki neitt eiginlega,“ segir Jón Gunnar Ingólfsson, nemandi í Flensborgarskólanum, aðspurður hvað hann viti um flóttamannavandann. Þetta sé algengt hjá ungu fólki sem gjarna sé upptekið af sjálfu sér en leggi sig ekki nóg fram við að kynna sér ástandið í heiminum.

Haldið var upp á afmæli Flensborgarskólans í Hafnarfirði fyrir helgi en skólinn var stofnaður  fyrsta október 1882. Í tilefni dagsins komu fjölmargir fyrirlesarar í heimsókn í skólann til að ræða um jafnrétti, samábyrgð og flóttamannavanda jarðarbúa við krakkana í skólanum.

mbl.is ræddi við nokkra nemendur við tilefnið sem voru sammála um að það hefði verið gott að kynna sér málið með þessum hætti og voru augljóslega betur upplýstir eftir daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert