Framhaldsskóli í tónlist á næsta skólaári

Í nýjum framhaldsskóla verður boðið upp á sérhæfingu í tónlist.
Í nýjum framhaldsskóla verður boðið upp á sérhæfingu í tónlist. mbl.is/Golli

Ríkisstjórnin hefur að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist.

Miðað er við að skólastarf hefjist á skólaárinu 2016-2017 með innritun nemenda af landinu öllu, óháð lögheimili.

Skólanum er ætlað að bjóða upp á framhaldsskólanám með áherslu á hljóðfæraleik og söng samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, þannig að nemendur ljúki stúdentsprófi af tónlistarbraut, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert