Miklir möguleikar til hagræðingar

Alþingi samþykkti í sl. viku frumvarp matvælaráðherra um breytingar á …
Alþingi samþykkti í sl. viku frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Samþykkt laganna gerir landbúnaðinn samkeppnishæfari en ella,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Alþingi samþykkti í sl. viku frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum sem heimila sameiningu og samstarf afurðastöðva í kjötiðnaði. Fyrirtækjum í mjólkuriðnaði hefur verið þetta leyfilegt, en nú er þessi heimild útvíkkuð.

„Íslenskur landbúnaður hefur búið við lakari rekstrarskilyrði en landbúnaður í nágrannalöndum okkar, m.a. vegna þess að undanþágur frá samkeppnislögum hafa þekkst um áratugaskeið í ESB og Noregi en ekki hér. Nú hefur þessi staða hins vegar verið jöfnuð,“ segir Margrét.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert