Geti minnkað framleiðslukostnað

Lögin voru samþykkt á Alþingi eftir miklar umræður.
Lögin voru samþykkt á Alþingi eftir miklar umræður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt sem lög á Alþingi í gær með þeim breytingum sem meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að gerðar yrðu á frumvarpinu. Sumar breytingar voru umdeildar, einkum þær að kjötafurðastöðvum í landbúnaði sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og samstarf til að halda niðri kostnaði.

Auk þess er í frumvarpinu fjallað um eftirlit Samkeppniseftirlitsins með framkvæmd slíkra heimilda og um mörk samkeppnisréttar og búvörulaga. Lögin voru samþykkt með 26 atkvæðum gegn 19 eftir miklar umræður og gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar á þær breytingar sem varða undanþágur frá tilteknum ákvæðum samkeppnislaga. Tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata og Guðmundar Inga Kristinssonar úr Flokki fólksins um að vísa frumvarpinu aftur til ríkisstjórnarinnar var vísað frá, einnig með 26 atkvæðum gegn 19.

Í nýrri umsögn Bændasamtakanna um frumvarpið í gær er lýst afdráttarlausum stuðningi við að frumvarpið með þessum breytingum meirihluta atvinnuveganefndar verði að lögum. Metið hafi verið að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva geti numið á bilinu 0,9-1,5 milljörðum kr. auk þess að losa um fjárbindingu og minnka fjárfestingarþörf til framtíðar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert