Óeirðir í Belfast

Grímuklæddir mótmælendur við brennandi strætisvagn í Belfast í kvöld.
Grímuklæddir mótmælendur við brennandi strætisvagn í Belfast í kvöld. AP

Að minnsta kosti þrír lögreglumenn slösuðust í Belfast á Norður-Írlandi í dag þegar öfgamenn úr röðum mótmælenda köstuðu heimasmíðuðum handsprengjum, bensínsprengjum og öðrum vopnum að þeim.

Víðtækar óeirðir urðu í borginni í dag eftir að lögregla kom í veg fyrir að Óraníureglan, helstu samtök mótmælenda á Norður-Írlandi, gengi í gegnum hverfi kaþólikka í Belfast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert