Stjórnvöld í Venesúela segja N-Kóreumenn hafa rétt á að gera eldflaugatilraunir

Suður-Kóresk varðskip, en Norður-Kóreumenn kenna Bandaríkjunum um vaxandi spennu á …
Suður-Kóresk varðskip, en Norður-Kóreumenn kenna Bandaríkjunum um vaxandi spennu á Kóreuskaga. AP

Willian Lara, upplýsingaráðherra Venesúela, segir að allt mannkyn hafi rétt til að reyna nýja tækni, og að N-Kóreumenn hafi því sama rétt á að reyna skotflaugar og aðrir. Segist ráðherrann hafna þeirri hugmynd að hópur forréttindaþjóða hafi leyfi til að þróa eldflaugatækni, en að öðrum sé það bannað.

Hugo Chavez, forseti Venesúela, ætlar í heimsókn til N-Kóreu síðar á árinu, forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að ráðskast með smærri þjóðir í krafti hernaðarvalds síns, en meina á sama tíma öðrum þjóðum að þróa hernaðartækni.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætla að halda neyðarfund í dag til að ræða sameiginleg viðbrögð við skotflaugatilraunum N-Kóreumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert