Hjálmar Árnason: Alger sátt í þingflokki Framsóknar

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að loknum þingflokksfundi í gærkvöld að alger sátt hefði verið um niðurstöðu málsins í þingflokknum.

"Þingflokkurinn tók þessu fagnandi og telur að með þessu sé verið að stíga skref til þess að ná þverpólitískri þjóðarsátt um þetta mál," sagði Hjálmar en málið var samþykkt einróma á þingflokksfundinum.

"Formaður flokksins hefur unnið þetta að undanförnu og haft mjög gott samráð við þingmenn. Við notum tæknina til þess og hann hefur alveg vitað hvernig hjarta þingmanna í okkar þingflokki slær og á þeim nótum hefur hann unnið þetta mál," sagði Hjálmar.

Hann sagði að mestu máli skipti að sátt hefði náðst milli ríkisstjórnarflokkanna og sagðist ekki trúa öðru en sátt næðist gagnvart stjórnarandstöðunni, enda gert ráð fyrir að hún tæki þátt í að vinna málið til enda.

"Stjórnarandstaðan og mjög margir í þjóðfélaginu hafa tjáð sig um að þeir séu sammála meginmarkmiðunum en það þurfi að vinna rólega og yfirvegað," sagði Hjálmar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert