Stjarnan fer til Rússlands í Meistaradeildinni

Stjörnukonur hafa haft yfirburði í Pepsi-deildinni í sumar en eiga …
Stjörnukonur hafa haft yfirburði í Pepsi-deildinni í sumar en eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeildinni. mbl.is/Styrmir Kári

Íslandsmeistarar Stjörnunnar mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 Perm í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna en dregið var í dag.

Stjarnan á því langt ferðalag fyrir höndum en leikirnir fara fram 8. eða 9. október, og 15. eða 16. október.

Einnig var dregið í 16-liða úrslit og kæmist Stjarnan þangað yrði andstæðingur liðsins Linköping frá Svíþjóð eða Liverpool frá Englandi, lið Katrínar Ómarsdóttur, en Liverpool og Linköping mætast í 32-liða úrslitunum.

Samkvæmt styrkleikaröðun UEFA var Zvezda 12. sterkasta liðið sem Stjarnan gat mætt. Liðið hefur einu sinni komist í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða en það var árið 2009 þegar það tapaði fyrir Duisburg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert