Ákveðið skref upp á við

Srdjan Tufegdzic.
Srdjan Tufegdzic. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjálfari KA í Pepsi-deild karla í fótbolta var mjög ánægður með leik sinna manna í dag en KA spilaði gegn toppliði Vals á Akureyrarvelli. KA-menn voru hreinlega klaufar að hirða ekki öll stigin í leiknum en honum lauk með 1:1 jafntefli.

Þetta sagði Túfa eftir leik:

„Það er svekkjandi að hafa bara tekið eitt stig úr þessum leik þar sem við vorum mjög góðir. Við áttum svör við öllu sem þeir stilltu upp gegn okkur og mínir menn lögðu sig virkilega fram. Við áttum að skora fleiri mörk og klúðruðum þremur algjörum dauðafærum.

Kannski er þetta ákveðið skref upp á við hjá félagi sem er að vaxa og ætlar sér stærri hluti, að ná stigum gegn öllum toppliðunum á heimavelli. Við verðum að líta fram á við og sætta okkur við stigið. Aðalmálið er að liðið var mjög gott í þessum leik gegn toppliðinu og það er ég ánægður með," sagði Túfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert