Daninn aftur til Eyja

Rasmus Christiansen er kominn aftur til ÍBV.
Rasmus Christiansen er kominn aftur til ÍBV. Ljósmynd/ÍBV

Danski knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu. Gildir samningurinn til loka ársins.

Rasmus, sem er 34 ára gamall miðvörður, hefur leikið hér á landi um langt árabil og hóf feril sinn á Íslandi einmitt hjá ÍBV. Alls urðu tímabilin þrjú í Vestmannaeyjum á árunum 2010 til 2012.

„Við viljum bjóða Rasmus velkominn á nýjan leik til Vestmannaeyja og ríkir mikil ánægja innan félagsins með heimkomu hans en Rasmus á tvö börn með Elísu Viðarsdóttur, sem er ein af bestu knattspyrnukonum Vestmannaeyja fyrr og síðar,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

ÍBV í næstefstu deild

ÍBV leikur í 1. deild á komandi tímabili eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni á því síðasta. Rasmus lék síðast með Aftureldingu þegar liðið hafnaði í öðru sæti 1. deildar á síðasta tímabili.

Einnig hefur hann leikið með Val, KR og Fjölni hér á landi. Alls eru leikirnir orðnir 216 í efstu tveimur deildum Íslands og mörkin sjö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert