Er Giggs á förum?

Ryan Giggs kemur undan feldi á morgun.
Ryan Giggs kemur undan feldi á morgun. AFP

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla hefur Ryan Giggs ákveðið að yfirgefa Manchester United eftir 29 ár hjá félaginu, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari, og reyna fyrir sér sem knattspyrnustjóri hjá öðru félagi.

Giggs var aðstoðarþjálfari Manchester United þegar liðið var undir stjórn Louis van Gaal en framtíð hans er óljós eftir að José Mourinho tók við sem þjálfari liðsins. Samkvæmt enskum heimildum vill Mourinho starfa með gömlu aðstoðarmönnum sínum, Rui Faria og Silvino Louro. Ólíklegt er að Giggs vilji sætta sig við stöðulækkun.

Giggs snýr aftur úr fríi sínu á morgun, þar sem hann hefur velt framtíðinni fyrir sér og mun hann funda með Mourinho fyrir lok vikunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert