Gylfi: Liverpool ekki eins og Arsenal í fyrra

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport en fjallað er um ensku úrvalsdeildina í fótbolta í þættinum.

Þeir ræddu m.a. um gengi Liverpool á leiktíðinni til þessa, en liðið er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 4:0-útisigur á Bournemouth í kvöld.

Voru þeir sammála um að Liverpool geti enn spilað betur og eins og Gylfi orðaði það er liðið ekki eins og Arsenal í fyrra, en Arsenal spilaði gríðarlega vel framan af móti á síðustu leiktíð en missti síðan þráðinn.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert