Málið kemur okkur ekki við

Max Verstappen.
Max Verstappen. AFP/Giuseppe Cacace

Hollenski ökuþórinn Max Verstappen lét ekki vandamál Christian Horner, liðsstjóra keppn­isliðs hans Red Bull í Formúlu 1, hafa áhrif á keppni helgarinnar.

Horner er sagður hafa sýnt óviðeig­andi hegðun í garð sam­starfs­konu sinn­ar en hann var hreinsaður af ásökunum stuttu fyrir fyrstu keppni árs­ins.

Verstappen tjáði sig um málið um helgina á blaðamannafundi fyrir keppnina.

„Ég og teymið erum með fulla einbeitingu á keppnina fram undan. Eins og eðlilegt er og við höldum áfram, því þetta kemur okkur ekki við. 

Við erum hérna að gera okkar starf sem við fáum borgað fyrir og við elskum að gera. Það er það sem við einbeitum okkur að.

Þegar ég horfi á það hvernig Horner starfar með liðinu þá er ljóst að hann er ótrúlegur stjóri svo þegar kemur að frammistöðu getur maður ekki efast um hann. Það er það sem ég er að fást við,“ sagði Verstappen.

Faðir Verstappen er hins vegar mjög ósáttur með Horner og hefur beðið hann um að segja upp og sagði að það væri spenna í liðinu á meðan að Horner stýrði því.

„Liðið er í hættu á að sundrast og þetta getur ekki haldið svona áfram, þá springur allt. Horner er að láta eins og fórnarlamb þegar hann er vandamálið,“ sagði Jos Verstappen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert