Fimm bestu markverðir ársins 2014

Manuel Neuer þykir líklegur til að hreppa Gullknöttinn.
Manuel Neuer þykir líklegur til að hreppa Gullknöttinn. AFP

FIFA og FIFPro, samtök knattspyrnumanna, hafa greint frá því hvaða fimm markverðir komi til greina sem besti markvörður ársins 2014.

Það eru leikmenn um allan heim sem sjá um að kjósa um hverjir hafi skarað fram úr á árinu 2014. Á næstu dögum verður greint frá því hverjir urðu efstir á meðal varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna. Það verður svo upplýst í Zurich hinn 12. janúar á næsta ári hver hlýtur Gullknöttinn eftirsótta.

Bestu markverðir heims árið 2014 eru samkvæmt þessu:

Manuel Neuer (Þýskalandi og Bayern München) - kjörinn besti markvörður heims á síðasta ári.

Claudio Bravo (Síle og Barcelona) - fyrsta tilnefning hans.

Thibaut Courtois (Belgíu og Chelsea) - fyrsta tilnefning hans.

Iker Casillas (Spáni og Real Madrid) - kjörinn besti markvörður heims fimm ár í röð, árin 2008-2012.

Gianluigi Buffon (Ítalíu og Juventus) - kjörinn besti markvörður heims árin 2006 og 2007. Hefur alltaf verið tilnefndur frá því að það var fyrst gert árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert