Dagný á toppnum um páskana

Dagný Brynjarsdóttir í leik með Bayern München.
Dagný Brynjarsdóttir í leik með Bayern München. Ljósmynd/fcb-frauenfussball.de

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Bayern München sem vann SC Sand á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. Með sigrinum komst Bayern í efsta sæti þýsku Bundesligunnar með 47 stig en Evrópumeistararnir í Wolfsburg eru í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Bæjurum. Þær eiga þó leik til góða.

Dagný var tekin út af á 57. mínútu leiksins en hún hefur leikið afar vel með liðinu frá því hún gekk í raðir þess í byrjun árs. Þýska deildin fer nú í tveggja vikna páskafrí en næsti leikur Dagnýjar og liðsfélaga hennar er eftir þrjár vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert