Var í forgangi að fara heim

Kári Kristján Kristjánsson
Kári Kristján Kristjánsson mbl.is/Eva Björk

„Ég hef verið í sambandi við Valsmenn í töluverðan tíma og heyrði meðal annars í þeim áður en ég talaði við ÍBV,“ sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið, en hann skrifaði í gær undir eins árs samning við Val og mun leika með liðinu í Olís-deildinni á komandi tímabili.

Kári greindist á ný með æxli í baki í vetur en það aftrar honum ekki í boltanum. „Ég get beitt mér að fullu og má hegða mér eins og ég vil en fer í reglulegar myndatökur, það verður fylgst með því áfram,“ sagði Kári Kristján og kvaðst spenntur fyrir því að spila hér heima á ný.

Nánar er rætt við Kára Kristján í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert